Bóla á typpi

  835

  Getur maður fengið nuddbólu á typpið. Ég er með rauða bólu allavegana og ég veit ekki hvað ég á að gera. Þetta er á hliðinni. Gæti þetta verið nuddsár? Og þetta er við byrjunina á typpinu. Og síðan er minni hvít rauð bóla vinstra megin. Það er ekki þægilegt að snerta „bóluna“hægramegin þetta er bóla en samt ekki. Ég held að þetta sé nuddsár út af þetta er á því svæði sem að þetta er að nuddast saman. Og ég stunda miklar íþróttir og hreyfi mig mikið.

  Sæll og takk fyrir spurninguna,

  Hvítar bólur á typpi eða pung

  Fólk á það til að fá bólur á húð, oftast nær í andliti. Bólur eru stíflaðir fitukirtlar og geta komið fram hvar sem er á húðina, þar með talið á kynfærum hjá báðum kynjum. Algengt er að strákar fái litlar hvítar bólur, á pung eða typpi. Mörgum finnst það afar hvimleitt, en þetta er mjög eðlilegt og þarf ekki að vera tákn um kynsjúkdóm.

  Fái maður bólur á kynfærin er best að;

  • Láta þær algjörlega vera og ekki kreista þær.
  • Ef maður kreistir bólurnar vellur úr þeim vökvi, sem eykur hættu á frekari sýkingu.
  • Gæta fyllsta hreinlætis; þrífa svæðið daglega með vatni og þurrka sér vel á eftir.
  • Gott er að fylgjast með ástandinu, yfirleitt fara bólurnar af sjálfu sér.
  • Ef þær valda vandræðum, fara ekki eða þeim fylgir kláði eða óþægindi, er mikilvægt að leita til læknis.
  • Hægt er að fara til húðlæknis á stofu, panta tíma hjá göngudeild húð- og kynsjúkdóma (Húð og kyn) eða leita til heimilislæknis eða á heilsugæslustöð.

  Einnig er hægt að hafa samband við https://www.heilsuvera.is/ undir Samskipti þar sem hjúkrunarfræðingur svarar.

  Með bestu kveðju

  Ráðgjöf Áttavitans


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar