Bóla fyrir ofan snípinn

364

Hæhæ, hvernig er það ef að þú sért með eins konar eina bólu semsagt graftarbólu svona 2-3 cm fyrir ofan snípinni eða þarna frekar ofarlega á húðinni nálagt snípnum, hvað skyldi þetta vera er þetta bara svona venjuleg bóla? Ég tók nefnilega eftir einni svona bólu sem var hvít (gröftur þá í) og ég kroppaði hana í burtu og þá fékk ég bara svona ör (punkt þarna niðri) en svo er ég að taka eftir því að ég er frekar aum á þessum punkti sem bólan var á og birtist því önnur þá frekar nær húðbólu og ég ýti smá á hana og þá kemur gröftur úr henni? Er þetta allt eðlilegt? semsagt ég verð bara aum þarna ef það er einhver gröftur.  Og er ekkert að hafa samfarir né haft samfarir áður en þetta birtist, eða já ekkert kynlíf yfir höfuð í mjög mjög mjög langan tíma… Og vonandi hef ég nú ekki gert verr úr þessu með því að kroppa eða hvað?

Það er líklegt að þessi bóla sé inngróið hár sem komin er sýking í.  Oftast lagast þetta af sjálfu sér en þú ættir alltaf að varast að kroppa svo þú fáir ekki sár.  Ef þetta lagast ekki á nokkrum dögum þá ættir þú að tala við lækni.  Gætir þurft eitthvað bakteríudrepandi krem til að losna við þessa sýkingu úr húðinni.  Ef það er séns á að þetta sé kynfæravarta og ef þú hefur stundað kynlíf með öðrum án þess að nota smokk þá ættir þú að fá lækni til að líta á þetta sem fyrst, þó það sé liðið langur tími frá því þú stundaðir kynlíf.  Þú getur pantað þér tíma á  göngudeild húð- og kynsjúkdóma í síma 5436050 eða pantað þér tíma hjá heimilislækni eða kvensjúkdómalækni.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar