Hæhæ
Ég er á pillunni og hef alltaf farið á túr í pillupásum en núna er ég komin á 4 dag eftir að ég kláraði spjaldið og enn bólar ekkert á Rósu frænku. Gæti verið einhver ástæða fyrir þessu eða ætti ég bara að vera róleg og bíða?
Kær kveðja
Hæ
Ef það er séns á óléttu, ef þú hefur haft samafarir þá skaltu tékka á því. Kaupa þungunarpróf. Ef það er neikvætt eða ef það er ekki séns að þú sért ólétt þá skaltu bara sjá til. Það er margt sem getur haft áhrif á blæðingarnar. T.d. stress og mikil líkamsrækt eða megrun og lyf. Ef þig grunar ástæðuna fyrir því að blæðingar koma ekki þá skaltu panta þér tíma hjá lækni og ræða það. Ef engar breytingar eru hjá þér og engin önnur einkenni koma fram heldur en blæðingastoppið þá skaltu bara taka inn næsta mánuð af pillunni og sjá hvort blæðingar koma ekki eins og vanalega í næsta stoppi. Það getur gersta að blæðingar minnka og breytast sérstaklega hjá þeim sem eru á pillunni.
Gangi þér vel og endilega skrifaðu aftur ef þú vilt spyrja betur út í þetta..eða annað.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?