Bólur og blæðingar

    48

    Gott kvöld
    Ég hef tekið eftir þvi núna seinust 2 eða 3 skipti að eftir blæðingar klárast hjá mér þá hef ég fengið stórar og sársaukafullar graftarbólur á innri skaparbarmanna og þegar þær springa kemur út mikill og vökvakenndur, ljósgræn gröftur. Ég veit þetta hljómar eins og sýking en þetta er það ekki, vanalega eru sýkingar lengi hjá mér að fara, en þessar bólur koma oftast sama dag og blæðingar klárast, springa daginn eftir og svo er allt farið. Þetta gerist bara á blæðingum, er þetta eðlilegt?

    Hæ og takk fyrir spurninguna.

    Ef gröftur er grænleitur er oft um að ræða einhverskonar sýkingu.

    Það gæti vel verið að þetta tengist bara blæðingunum, bólumyndun er nú ekki óalgeng, en skiljanlega er leiðinlegt að þetta skuli gerast aftur og aftur á þessu viðkvæma svæði.

    Við ráðleggjum þér að tala við kvensjúkdómalækni eða jafnvel heimilislækni ef þetta heldur áfram.

    Gangi þér vel.

    Mbk.
    Áttavitinn ráðgjöf.

     


    • Var efnið hjálplegt?
    •    Nei

    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar