Hæhæ eg var að velta fyrir mer þvi eg for a blæðingar og þær hættu a aðfangadegi (um miðnætti) svo við kærasti minn sofum saman og allt i goðu. Það liður 1 dagur a milli þangað til við sofum saman og eftir að hann er buin að fa fullnægingu tekur hann eftir blóði a limnum og þegar allt fer að leka kemur ljost bloð með og það blæðir litið i nokkra daga allveg tæru rauðu fyrst og svo stundum pinu brunka i þvi og stundum er þetta bara eins og slim. En nuna er þetta bara eins og brun utferð nema einstakasinnum kemur blóð.
Afhverju er þetta?
Hæ
Þú tekur ekki fram hvort þú ert á pillunni eða ekki. Það getur verið að þetta séu milliblæðingar, að blóð hafi verið eftir í leginu sem hreinsaðist ekki út við blæðingarnar og hefur farið af stað við samfarirnar. Það er ekkert hættulegt við það og það er líklegasta skýringin.
Þetta þó getur verið merki um óléttu, breytingar á blæðingum geta verið merki um óléttu og því ættir þú að tékka á því til öryggis, kaupa þungunarpróf.
Einnig er séns að þetta sé einkenni á kynsjúkdómi, þannig að ef það er séns á því þá ættir þú að panta tíma á heilsugæslunni, hjá kvensjúkdómalækni eða á göngudeild húð- og kynsjúkdóma (s. 5436050).
Því miður get ég ekki sagt fyrir víst hvað er í gangi og því ráðlegg ég þér að kaupa þungunarpróf og ef það er neikvætt að fara í kynsjúkdómatékk…nema ef þið hafið bara verið með hvort öðru og því ekki hætta á kynsjúkómasmiti.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?