Brún útferð og ógleði.

313

hæhæ
Ég er 17 ára og ég er búin að vera með brúna útferð núna í 3 daga og enga matarlyst kem engu ofan í mig og ér er óglatt og mér líður mjög skringilega í maganum, og ég var á túr frá 4-7 og síðan er þetta búið að vera. Seinustu daga er buið að vera gerast margt sem tekur á andlega veit ekki hvort það tengist eitthvað en ætti ég að fara til læknis eða bíða með það?

Hæhæ

Ef það er séns á óléttu eða kynsjúkdómi þá skaltu byrja á að tékka á því.  Taka þungunarpróf og fara í kynsjúkdómatékk, annað hvort fá tíma á göngudeild húð- og kynsjúkdóma eða á heilsugæslunni í þínu hverfi  (það er hægt að athuga hvort þú sért með Klamydíu með þvagprufu..lítið mál). 

Andlegt álag, kvíði og stress getur vissulega haft áhrif þannig að ef það er ekki hætta á óléttu eða kynsjúkdóm þá gæti það verið skýringin á þessum einkennum.    Ef að þetta andlega álag er komið í lag og þér finnst þú ekki þurfa að ræða það við lækni þá er þér alveg óhætt að sjá til.  Vita hvort þetta kemst í jafnvægi þegar þú getur slakað á.   Ef það er áfram álag á þér og það er farið að hafa þessi áhrif á líkamann þá er skynsamlegt að ræða það við lækni. 

Þú getur pantað þér tíma á heilsugæslunni og fengið ráðgjöf þar.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar