Hæ eg er buin að vera lengi á pillunni og i fyrsta skipti nuna er eg allt i einu byrjuð á blæðingum viku áður en eg er að klára spjald.. eg hef alltaf byrjað a túr svona tvem/þrem dögum eftir spjald, eins og klukka.. ofan á það get ég ekki hætt að gráta.. hvað gæti verið vandamálið?
Hæ
Þú skalt byrja á því að taka þungunarpróf. Milliblæðing getur verið einkenni. Ef prófið er neikvætt er líklega um milliblæðingar að ræða sem oftast eru saklausar. Mögulega er kominn tími á að fá aðra tegund af pillu. Ef það er einhver séns á kynsjúkdókmi þá skaltu láta tékka á því til öryggis. Þú getur byrjað á að hafa samband við heilsugæsluna, hjúkrunarfræðing, og fá beiðni um Klamydíupróf og skila inn þvagprufu. Varðandi grátinn þá gæti það verið einkenni á hormónaruglingi sökum óléttu, einnig vegna pillunnar. En það er ekki víst að þetta tengist nokkuð. Mögulega ertu þreytt, búið að vera álag, lítill svefn? Allt þetta veldur viðkvæmni og oft aukinn grátur. Það er erfitt að meta út frá fáum setningum.
En byrjaðu á þungunarprófinu, ef neikvætt þá kyndjúkdómatest, ef neikvætt þá sjá til eða ræða við lækninn þinn um að fá aðra pillutegund. Velkomið að skrifa aftur ef þú vilt spyrja meira.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?