vantar smá hjálp..
byrjaði á mygrogynon pillunni í ágúst til að stoppa blæðingar, það byrjaði allt vel en svo um jólin byrjaði smá milliblæðingar var ekkert mikið að pæla í þeim en það hætti ekki fyrr en svona í enda janúar. og svo núna í miðjum feb byrjaði það aftur og er svaka mikið núna, er ekki að sofa hjá svo það er ekki ólétta
hvað ætti ég að gera ætti ég að hætta á henni eða hvað? takk fyrir 🙂
Hæ
Þú skalt fá viðtalstíma eða símatíma hjá lækninum sem skrifaði út fyrir þig pilluna og ræða þessar aukaverkanir. Líklega þarftu að fá aðra tegund af pillu. Það ætti ekki að vera neitt mál. Það þarf oft að prófa sig aðeins áfram til að finna þá tegund sem hentar best.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?