Byrjaði seint á nýjum pilluskammti, gæti ég verið ólétt?

307

Góðan daginn.

ég er búin að vera á pillunni í 3 ár núna og hef prufar 3 mismunandi gerðir.. Microgyn hentaði mér langbest. En það kom upp vesen með að fá nýjan lyfseðil fyrir nyjum pilluskammti sem bendi til þess að´eg varð of sein að byrja á næsta skammti (eftir blæðingarnar og pásu) þannig ég ákvað að fara varðlega í einkalífinu þennan eina mánuð án pilluna. Svo fékk ég loksins lyfseðilinn á pillunni. núna er liðinn 1 1/2 mánuður og ég er ekki enn byrjuð á blæðingum eins og ég átti að byrja. Ég er búin að taka óléttutest 2-3x og þau koma öll neikvæð. ég hef aldrei verið svona mikið sein

nú kemur spurningin. á ég að bíða með þetta aðeins eða á ég að panta tíma hjá lækni?

Það er ólíklegt að öll prófin hafi sýnt ranga niðurstöðu en ef þú ert efins þá myndi ég panta tíma hjá lækni til að vera viss.  Sérstaklega ef þú ert að spá í að enda meðgönguna ef hún er til staðar.  Þá er best að vita það sem fyrst hvort um þungun sé að ræða eða ekki.  Annars er líklegt að hormónin þín séu ekki komin í jafnvægi.  Blæðingar eru auðvitað reglulegar þegar pillan er tekin því hún stjórnar tíðarhringnum, en svo er ekki víst að blæðingar verði reglegar þegar pillunni er hætt, amk. ekki fyrst um sinn. 

Þannig að það er alveg óhætt að sjá til í 1-2 vikur í viðbót og sjá hvort blæðingarnar koma.  Annars ráðlegg ég þér að ræða við lækni á heilsugæslu eða kvensjúkdómalækni ef þú ert óörugg með þetta.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar