Ég á að vera komin á túr og ég er mjög stressuð yfir því að vera ólétt.

252

Hæ, ég er 16 ára stelpa. Málið er ég og kærastinn minn sem er líka 16. Við höfum stundað kynlíf saman áður en við stunduðum kynlíf í fyrsta skiptið án smokks fyrir tvemur vikum síðan.
Ég á að vera komin á túr og ég er mjög stressuð yfir því að vera ólétt.

Svo hér eru nokkrar spurningar sem ég vona að þið getið svarað mér því ég er orðin hrædd.

1. Hvernig veit ég hvort ég sé ólétt ?
2. ef ég er ólétt hvernig á ég að segja kærastanum mínum og fjölskyldunni minni frá því ?
3. Ef ég skyldi vera ólétt, ætti ég að fara í fóstureyðingu, setja barnið í ættleiðingu eða eiga það ?

Gerðu það hjálpaðu mér!

Keyptu þungunarpróf í apótekinu, það er eina leiðin til að vita hvort þú sért ólétt, taka þungunarpróf eða fara til kvensjúkdómalæknis og fá það staðfest.

Ef þú ert ólétt er best að segja það bara beint út.  Byrjaðu á því að segja þeim sem þú treystir best og getur stutt þig við að segja öðrum frá.  Þarft ekki að segja fleirum frá því en þú vilt.  Gott að átta sig á þessu í rólegheitunum sjálfur og með sínum allra nánustu áður en þú segir öðrum frá.

Ég get alls ekki svarað síðustu spurningunni fyrir þig.  Þetta verður þú að finna hjá sjálfri þér.  Þú gerir það með því að kynna þér málin, ræða við þá sem þér þykir vænt um og þú treystir, og taka svo upplýsta ákvörðun.  Ekki ákveða neitt fyrr en þú hefur kynnt þér málin vel.

Velkomið að skrifa aftur og fá upplýsingar þegar þú hefur fengið úr því skorið hvort þú ert ólétt eða ekki.  Einnig ættir þú að panta tíma og ræða getnaðarvarnir við lækni eða hjúkrunarfræðing ef þú reynist ekki vera ólétt.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar