Ég á við „smá“ vandamál með vininn

301

Halló,
Ég á við „smá“ vandamál með vininn, öllu heldur forhúðina. Í svona 90% tilvika eftir samfarir (en ekki samt endilega strax eftir þær) þá verður forhúðin mín aum og þrengist þannig að ég næ oft ekki húðinni niður nema ef ég toga fast þegar ég gefst upp á því að bíða þar til þetta lagast. Það er smá vont en ekki voða og þá lagast húðin aftur og ég get dregið hana fram og aftur án vandræða. Þetta hefur ekki alltaf verið svona heldur byrjaði þetta fyrir rúmu ári dunno why (btw stundaði líka kynlíf fyrir það). Þetta hefur gert það að verkum að ég er frekar kviðinn að stunda kynlíf því þetta pirrar mig frekar mikið. Á ég að fara að tala við einhvern sérfræðing þótt að forhúðin sé í lagi núna eða á ég að bíða þar til þetta gerist aftur ? Ef svo hvert er best að fara á norðurlandi þá og tala um þetta.

Þakkir

Það er pínu dularfullt að þetta forhúðarvesen hafi byrjað svona seint hjá þér.  Oftast er þröng forhúð eitthvað sem truflar frá upphafi.  Það er möguleiki á að forhúðin hafi rifnað aðeins og það myndast örvefur sem hafi þrengt hana þannig að hún er minna teygjanleg.  Einnig er mögulegt að hún bólgni eitthvað aðeins við samfarir og komist þess vegna ekki fram.  Nú er ég bara eða geta mér til um mögulegar orsakir þessa hjá þér.  Best er fyrir þig að fara í skoðun.  Gætir byrjað hjá lækni á heilsugæslunni fengið greiningu og ráð þar.  Annars gætir þú pantað þér tíma hjá húð- og kynsjúkdómalækni eða hjá þvagfæraskurðlækni. 

Þú getur kíkt hér:

http://www.hsn.is/is/thjonusta/komutimar-laekna/index/thvagfaeraskurdlae…

http://www.lak.is/is/um-okkur/starfsfolk/serfraedilaeknar

http://www.sak.is/is/um-fsa/frettir-og-vidburdir/mottaka-hudsjukdomalaek…

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar