Góðan daginn,
Ég er á þriðja pilluspjaldinu mínu, án pilluhlés. Ég ætlaði að taka pásu eftir þriðja spjaldið. Nú er ég byrjuð á blæðingum, eða virðist vera, ekki kannski alveg jafn mikið og venjulega en meira en bara milliblæðingar. Hver getur ástæðan verið? Er pillan hætt að virka? Eða er líkaminn minn að segja mér að ég þurfi að taka pásu núna? Eða á ég bara að halda áfram og klára spjaldið? Er þá líklegt að ég hafi blæðingar í pilluhléinu?
Bestu kveðjur
Hæ
Ef þú hefur tekið pilluna reglulega fram að þessu þá er líklegt að þetta séu þínar reglubundnu blæðingar sem koma nokkrum dögum fyrr (líkt og milliblæðingar). Það er aldrei alveg hægt að treysta á það að fresta blæðingunum með því að taka 2-3 spjöld í röð. Þú skalt bara klára þetta pilluspjald og taka svo hlé eins og leiðbeiningar segja. Ef þú heldur sjálf að það sé séns á óléttu, ef þú hefur gleymt pillu, fengið í magann (niðurgang eða kastað upp), þá skaltu taka þungunarpróf til öryggis áður en þú byrjar á næsta pilluspjaldi.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?