Ég byrjaði á sprautunni fyrir ca. 10 mánuðum

94

Ég byrjaði á sprautunni fyrir ca10 mánuðum útaf túrverkjum  og hef alveg þyngst um 10 kg síðan þá, langar ótrúlega að hætta á henni, en er þá möguleiki að þessi kíló fari?
Eða eru þau bara hérna til að vera 🙁
Hver eru einkennin að hætta á sprautinni? 🙂

Æji vildi að ég gæti sagt þér að kílóin myndu hverfa við það eitt að hætta á sprautunni en það er ekki svo einfalt.  Ef þú hefur þyngst um 10 kg þá getur það ekki verið einungis vegna þess að þú byrjaðir á sprautunni.  Þyngdaraukning getur verið aukaverkun af hormónagetnaðarvörnum en þá erum við að tala um 1-2 kg.  Restin er líklegast vegna þess að þú ert að borða meira eða hreyfa þig minna en áður.  Ef þér finnst það alls ekki vera málið, ef þú hefur ekki breytt mataræði eða hreyfingu,  þá ættir þú að tala við lækni sem getur skoðað hvort efnaskiptin þín séu í lagi, t.d. hægt að athuga hvort þú sért með vanvirkan skjaldkirtil (það er gert með blóðprufu). 

Það er ekkert mál að hætta á sprautunni, það getur tekið smá tíma áður en blæðingar verða reglulegar en annars eru engin fráhvarfseinkenni við það að hætta.  Þarft þá bara að hafa í huga hvaða getnaðarvörn gæti hentað þér í staðinn og ræða það við lækni ef þú vilt skipta t.d. yfir í pilluna eða lykkjuna.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar