Ég er 13 ára og langar að prófa sjálfsfróun

644

Hæ ég er 13 ára gömul og langar að geta fróað mér því ég for á fyrirlestur i skólanum þar sem konan sagði að það væri mjög mikilvægt. Ég veit hvort ég á að kaupa eitthvað dót eða nota puttana eða hvað? Geturðu ráðlagt mér eitthvað? Mér skilst líka að það sé einhver punktur sem er best að nudda eða eitthvað. Skil bara eiginlega ekki neitt en vil vita 🙂 á maður að horfa á klám eða ekki? Ef svo er hvar á ég að horfa og a hvernig videó eða myndir kannski? Takk fyrir að búa til þessa siðu hún er mjög góð og hjálpleg

Sæl og takk fyrir spurningarnar og fögur orð í okkar garð.

Sjálfsfróun er eins eðlileg og það gerist og mikilvæg þegar kemur að því að kynnast líkama þínum betur. Þegar þú ert að æfa þig við sjálfsfróun þá getur verið gott að vera í baði eða sturtu. Þá er húðin blaut og fingurnir renna betur til.  Punkturinn sem þú talar um er snípurinn. Hann er staðsettur eiginlega efst í rifunni (píkunni), hann er eins og lítil kúla sem svo stækkar aðeins þegar þú örvast kynferðislega. Fyrir neðan snípinn, áður en þú kemur að rassinum eru svo leggöngin. Það er erfitt að setja fingur inn í þau nema þú sért blaut. Flestar stelpur fróa sér amk. til að byrja með bara með því að nudda snípinn.  Það getur verið hjálplegt að skoða píkuna í spegli til að sjá hvar allt er.Það er mjög misjafnt hvað konum finnst gott að nota við að fróa sér. Sumar vilja alls ekki nota neitt nema fingur en aðrar kaupa sér hálpartæki eins og víbrator.

Þú verður að finna hjá þér hvernig þér finnst best að stunda sjálfsfróun. Það er rétt að margir horfa á klám og það er auðvelt að nálgast það á netinu, þó margar síður séu varhugaverðar vegna vírusa og spammi. Það falla ekki allir í sama mót (sem betur fer) og engin ein aðferð best. Ég hvet þig til að prófa þig áfram með ofangreindum ráðum. Sendu endilega aftur ef fleiri spurningar vakna.

Gangi þér vel!

 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar