Ég er 16 ára og vill fara að vinna en hef enga reynslu, hvað get ég gert?

246

Halló, er 16 ára einstaklingur sem vill helst byrja að vinna eitthverstaðar en hef enga reynslu en málið er þegar ég sæki um á netinu þá er verið að biðja um starfsreynslu og ég get ekki sent umsóknina án þess að hafa svarið við starfsreynslu en þar sem ég hef enga reynslu hvað á ég að gera?!

Sæll,

það er ekki auðvelt að fá vinnu svo ungur. Um vinnu fólks yngra en 18 ára gilda sérstakar reglur og því oft ekki hentugt fyrir fyrirtæki að ráða svo ungt fólk. Á vef félagsmálaráðuneytis getur þú lesið þér til um þessar reglur http://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/426-1999.

Í okkar samfélagi er alltaf meir og meir krafist aukinnar menntunar en það á bara ekki við alla að vera í skóla. Ég mæli auðvitað með því að þú farir í framhaldsskóla og opnir þér þannig frekari leið að vinnumarkaðnum og háskólum. Svo er þessi tími þar að auki mjög skemmtilegur og félagslega þroskandi. Það mikilvægasta sem ég lærði í framhaldsskóla var samskipti við annað fólk, það var ekki að finna í neinum bókum þó.

Það er heldur ekki auðvelt að fá vinnu þegar maður hefur litla eða enga starfsreynslu. Fyrirtæki vilja fá ferilskrár frá fólki sem sækir um vinnu hjá þeim en þar sem þú hefur ekki starfsferil þá mæli ég með því að þú skrifir kynningarbréf. Láttu þar fram koma nafn, kennitölu, heimilsfang, símanúmer og þess háttar og skrifaðu svo stutta kynningu á þér og af hverju þú ættir að hljóta starfið. Notaðu bréfið til að selja vinnuveitendum af hverju það væri þeirra hagur að ráða þig.

Gangi þér rosalega vel.

 

 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar