Ég er 18 ára og ekki byrjuð á blæðingum, á ég að hafa áhyggjur?

173

Hæhæ eg var að velta fyrir mer eg er 18 ara samt ekki byrjuð a blæðingum og hef ahyggjur getur eh verið að ?

Engar áhyggjur, það er alveg eðlilegt.  Ef þú hefur áhyggjur af kynþroskanum annars, ef skapahár eru ekki að komin og brjóstin ekki að stækka þá skaltu panta tíma hjá lækni og ræða málin.  Það er fínt að panta þá hjá kvensjúkdómalækni eða innkirtlasérfræðingi.  En ef allt er ok nema blæðingarnar ekki mættar á svæðið þá skaltu bara bíða róleg.  Þær koma nokkuð örugglega á næstu mánuðum.

Bestu kveðjur


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar