Hæhæ, ég er 24 ára og ég er að stefna á að fara i háskóla, ég er að hugsa um tvo kosti, ég hef alltaf viljað að vera x en svo fyrir nokkrum mánuðum þá fékk ég áhuga á y. En svo núna er ég aftur að hallast meira að x, en ég er samt ennþá svo óviss með þetta. Hvernig get ég tekið ákvörðun með þetta? Þetta er að trufla mig mikið í daglegu lífi.
Hæ og takk fyrir að hafa samband.
Þú getur t.d. leitað til námsráðgjafa og fengið aðstoð við að finna betur út hvort námið þú vilt frekar leggja stund á. Oft er í boði að taka x nám með áherslu á y svo kannski er möguleiki að samtvinna þetta. Það er alltaf hægt að byrja einhversstaðar og skipta svo yfir ef þú finnur að þetta er ekki það sem þú vilt. Áfangar úr x námi er oft hægt að fá metna inn í y námið sem valáfangar.
Við þurfum öll að prófa okkur áfram svo annar möguleiki er að reyna að finna vinnu, námskeið eða annað sambærilegt þar sem þú öðlast smá reynslu og þá er oft auðvelt að finna út hvort maður hafi í raun áhuga á þessu.
Gangi þér sem allra best og ekki hika við að hafa samband ef þig vantar frekari aðstoð.
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?