Ég er að eyðileggja sambandið með stressi,kvíða og þunglyndi, hvað er til ráða?

394

Okei
Ég er Með adhd/ekki greind.
Eg er þunglynd og með kvíða og ekki á neinum lyfjum,Kostar svo mikið að fara í greiningu.
Ég er búin að vera með manninum mínum í 1,1 ár og erum við trúlofuð.
Ég er að eyðileggja sambandið með Stressi,Kvíða og þunglyndi og bitnar allt á honum. eg er búin að reyna nátturuleg lyf en virkuðu ekki.
Ég tek svona reiðisköst á honum útaf engu og er svo hrædd að missa hann þvi eg veit ekki hversu mikið hann höndlar.. Hvað get ég gert? Greining kostar svo mikið en vill ekki líða svona heldur:(

Mikið er leitt að heyra hvað þér líður illa mín kæra.  Það er sannarlega kominn tími á að leita aðstoðar.  Ég veit það er glatað hve dýrt það er að fara til sálfræðings eða geðlæknis.  En gott fyrsta skref er að fara til læknis á heilsugæslunni í þínu hverfi.  Þú getur byrjað þar og fengið ráðgjöf, lyf ef þú þarft og/eða tilvísun til sérfræðinga.  Mögulega er hægt að fá sálfræðitíma á heilsugæslunni eða ráðleggingar varðandi stuðning við að greiða fyrir þjónustu gegnum félagsþjónustuna í þínu hverfi.  Það er margt í boði en því miður oft erfitt að finna út hver þinn réttur er og hvar hægt er að fá stuðning og þjónustu. 

Byrjaðu á heilsugæslunni, það er gott fyrsta skref í von um að líða betur. Endilega pantaðu þér tíma strax, gætir einnig fengið viðtal hjúkrunarfræðings á heilsugæslunni sem gæti ráðlagt þér.Það er svo margt hægt að gera og þú ert þú þegar búin að taka stórt skref með að sjá vandann og skrifa okkur með von um hjálp.  Ekki gefast upp, það er hjálp að fá og vel þess virði að vinna í sjálfum sér til að líða betur. 

Vona að það hjálpi þér, endilega skrifaðu okkur aftur ef þú færð ekki þá aðstoð sem þú ert að leita að.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar