Ég er búin að vera með sveppasýkingu í marga mánuði

467

Èg fór til kvensjúkdómarlæknis í sept eða okt. Læknirinn sagði mér að èg væri með sveppasýkingun og væri líka bókin. Èg búin að vera með sveppasýkingu síðan ágúst. Það er vont að stunda kynlíf. Það kemur stundum lítið blóð vegna sárs í húðinni. Er ekki dugleg að bera krem á, því mèr finnst það ekki gera neitt. Hvað á èg að gera ? Gæti þetta verið eitthvað annað ? Ætti þetta ekki að vera farið ?

Það er mjög mikilvægt að nota lyfið, kremið (Canesten, Pevaryl) mjög reglulega, nota það á hverjum degi í amk. 10-14 daga.  Þá ætti sýkinginn að hverfa.  Einkennin geta stundum versnað fyrst í 1-2 daga þegar byrjað er að nota kremið en þá er mikilvægt að halda áfram.  Það er líka hægt að fá stíla til að setja inn í leggöngin, Pevaryl eða Canesten stíla.  Það gæti virkað betur fyrir þig.

Ef þú hefur ekki trú á að kremið virki fyrir þig þá eru til lyf til að taka inn (gleypa) sem að drepa sveppasýkingu en það þarftu að ræða við lækni.  Þú getur talað um það við kvensjúkdómalækninn eða þá haft samband við lækni á heilsugæslunni.  Það gæti verið að það virki betur fyrir þig.

Endilega prófaðu annað hvort, hafa samband við lækninn eða gefa meðferðinni annan séns og sjá hvort það virkar ef þú notar kremið daglega.

Það er svo vont að vera með sveppasýkingu, endilega skoaðu þessar ráðleggingar og fylgdu þeim.  Ef það lagast ekki eftir það þá er þetta ekki sveppasýking og þú þarft aftur í skoðun til læknis.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar