Ég er farin að fá mjög mikið af litlum bólum á ennið og kinnar.

583

Hæhæ!
Ég er farin að fá mjög mikið af litlum bólum á ennið og kinnar. Þetta eru svona bólur sem eru bara litlar og húðlitaðar/rauðar, en ekki líkt og graftarbólur. Það er ekki hægt að kreista þær og þær eru ekki aumar. Ég nota olíulausar sápur og er dugleg að hreinsa húðina. Hef aldrei verið með mikið af bólum fyrr en núna.
Hvað getur valdið svona bólum og hvernig losna ég við þær?

Það er mjög erfitt að meta það hvað þetta er.  Gæti verið ofnæmi við einhverju kremi sem þú ert að nota.  Gæti líka verið þurrkur…þó að manni sé einmitt kennt að bólur komi á feita húð þá geta komið lítil útbrot ef húðin er þurr.  Þú gætir pantað þér tíma hjá lækni á heilsugæslunni til að meta þetta.  Einnig séns að snyrtifræðingar gætu ráðlagt þér og metið húðgerð og hvers húðin þin þarfnast.  Svo gætir þú líka pantað beint hjá húðsjúkdómalækni. 

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar