Ég er í smá vandræðum þegar ég bretti uppá typpið á mér

406

Hallo ég er i smá vandræðum þegar eg bretti uppa typpið a mer eru svona eins og pínulitlit blettir undir kóngnum svona innaná forhúðinni mer klægjar ekkert þar eða neitt svoleiðis en bara að gá hvort að letta sé venjulegt/: jaa og afþvi að eg sendi þetta klægjar mig alltaf rosalega svona 2 vikur eftir rakstur.. Og verð svona rauður þarna svo raka ég þetta og það hættir bara(: takk fyrir mig

Það er eðlilegt að þér klæji á þeim stöðum sem þú rakar þig.  Það kemur oftast kláði þegar ný hár byrja að vaxa aftur, stundum koma útbrot eða bólur.  Það er ekkert hættulegt, bara leiðinlegt og best að sleppa því alveg að kreista eða klóra til að þú fáir ekki sár.  Litlar hvítar bólur undir forhúð eru líka eðlilegar.  Best að þvo sér með vatni daglega og muna að skola undir forhúðina þegar þú ferð í sturtu.  Ef þetta breytist ekkert, enginn roði í þessum útbrotum, kláði eða sviði þá er þetta ekkert til að hafa áhyggjur af.

Bestu kveðjur.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar