Ég er með lögheimili heima eins og er en er búsett í Svíþjóð. Hvernig kýs ég? Get ég farið í sendiráðið hér ef lögheimilið mitt er heima?
Sæl og takk fyrir spurninguna.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis er alfarið í höndum utanríkisráðuneytisins. Atkvæðagreiðslan fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis. Bréfkosning er ekki í boði. (tekið af http://www.kosning.is/upplysingar/spurtogsvarad/)
Listi yfir íslenskar sendi- og ræðiskrifstofur má finna á vef utanríkisráðuneytisins https://www.utanrikisraduneyti.is/raduneytid/sendi-og-raedisskrifstofur/…
Bestu kveðjur.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?