Hæ hæ
Ég er mjög hrædd um að ég se með of lítil brjóst og ég er á fimmtánda ári og er ekki byrjuð á blæðingum
Hvað á ég að gera?
Hæ
Þar sem blæðingar eru ekki byrjaðar þá bendir það til að kynþroskanum sé alls ekki lokið hjá þér og því eiga brjóstin örugglega eftir að stækka eitthvað. Þú skalt bara bíða róleg, það er ekkert óeðlilegt við það þó að allt sé ekki komið í gang. Hormónin stjórna þessu og það er persónubundið hvernær hormónaflippið fer í gang hjá hverjum og einum. Gefðu þér þetta ár, amk. fram á haust og sjáðu til. Ef þú hefur enn áhyggjur þá skaltu ræða við lækni. Þú getur rætt við heimilislækni og mögulega fengið tilvísun til barnalæknis og innkirtlasérfræðings ef þörf er á því sem getur þá mælt hormónin þín. En það er ekki þörf á því fyrr en á næsta ári í fyrsta lagi myndi ég segja, 16-17 ára.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?