Ég er sein á blæðingum en stunda öruggt kynlíf, gæti ég verið ólétt?

221

Ég er 13 ára og stundaði kynlíf í þetta eina skipti með kærastanum mínum sem er 15 ára. Við notuðum smokk og allan pakkan hann meira að segja fekk það ekki þegar við gerðum það nema malið er eg er ekki birjuð a tíðablæðingum og atti að vera birjuð fyrir viku, við erum voða stressuð hvað á eg að gera?

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Fyrst og fremst er það frábært að kynlífið sem þið stundið er öruggt. Þar sem þið hafið alltaf notað smokk þá eru litlar líkur á að þú sért ólétt. Það er þó mikilvægt að smokkurinn hafi verið á alltaf og allan tímann. Þar sem þú ert komin framyfir á blæðingartímanum þá skaltu kaupa þér þungunarpróf og kanna málið. Þú færð þungunarpróf í apótekinu.  Það er mjög ólíklegt að smokkurinn klikki en því miður er ekki að segja að það séu engar líkur, þannig að þú skalt endilega kanna málið.

Gangi ykkur vel!


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar