hæ,
er betra að fara til kvensjúkdómslæknir en húð og kyn ? Hvað kostar að fara til kvensjúkdómalækns ? Ég er mjög smeyk, hef aldrei farið áður og ég veit ekki hvernig ég á að undirbúa mig fyrir skoðun.
Hæhæ,
þetta fer auðvitað allt eftir því hver erindið er.
En til að undirbúa þig fyrir kvensjúkdómalækni þá er það ekkert að hræðast við að fara til kvensjúkdómalæknis:
Það er gott að fara í sturtu eða þvo sér áður en þú ferð en það er engin skylda og ekki þvo neitt meira en venjulega. Það gæti hjálpað þér að slaka á og líða betur í skoðuninni ef þú hefur farið í sturtu fyrst. Viðtalið byrjar á samtali og svo er skoðun þar sem þú leggst á bakið á bekk með fæturna upp og í sundur, í svona ístöðum. Þú færð oftast yfir þig slopp eða lak svo þér líði ekki eins og þú sért alveg til sýnis. Svo er notað ákveðið tæki (úr járni eða plasti) sem er sett upp í leggöngin, allt smurt fyrst með sleipiefni svo þú finnir sem minnst til. Þetta tæki er svo opnað aðeins svo að læknirinn sjái inn að legháls og geti skoðað leggöngin. Stundum er tekið sýni með litlum pinna. Svo þreifar læknirinn stundum með fingrinum og þrýstir á magann. Allt gert í samstarfi við þig, varlega og hvert skref útskýrt vel. Það getur blætt aðeins á eftir ef gerist alls ekki alltaf. Þetta getur verið smá óþægilegt en er ekki vont. Þú skalt alls ekki fresta því að fara í skoðun og vertu óhrædd við að spyrja um allt mögulegt í leiðinni. Um að gera að fá fræðslu í tímanum líka.
Pantaðu tíma strax ef þú ert ekki búin að því. Það getur verið langur biðtími. Þá getur þú líka pantað á göngudeild húð-og kynsjúkdóma (s.5436050). Það gæti verið styttri bið og er ókeypis.
Gangi þér vel!
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?