Hæ hæ
Ég og kærastinn minn stundum reglulega kynlíf og notum alltaf smokk (er ekki á pillunni). Smokkurinn hefur aldrei rifnað hjá okkur, við tjékkum alltaf á því eftirá. En núna er ég viku sein á túr. Ég tók þungunarpróf og það kom út neikvætt. Er einhver möguleiki að ég geti verið ólétt? Hvað gæti verið að?
Hæ
Það er margt sem getur haft áhrif á blæðingarnar annað en ólétta. Td. stress, kvíði, þreyta og megrun. Þú getur tekið annað þungunarpróf til að vera alveg viss um að vera ekki ólétt. Það er séns á fölsku neikvæðu prófi ef prófið er tekið of stuttu eftir að blæðingar áttu að byrja. Það er gott að taka annað próf 3-4 dögum síðar. Ef það er neikvætt þá skaltu bara sjá til hvað gerist næstu vikurnar, hvort að blæðingarnar koma ekki. Ef ekki þá skaltu panta þér tíma hjá lækni á heilsugæslunni þinni eða fá tíma hjá kvensjúkdómalækni til að ræða mögulegar ástæður. En það er ekkert að óttast, það er lang oftast engin alvarleg ástæða fyrir því að blæðingum seinki.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?