Ég fæ slæmar hugsanir við að horfa á hryllingsmyndir

206

Hæ ég er 16 ára strákur og ég horfi mokið á hryllingsmyndir og svoleiðis og var að horfa á þátt þar sem sonur drap foreldra sína og svo ýmindaði ég mér að ég hefði gert það, og núna liður mér ógeðslega illa því ég elska foreldra mina og finnst svo hræðilegt að ég hafi ymindað mér þerta ógeð. En er þetta ekki bara venjulegt því ég var að horfa á þátt um þetta?

Sæll og takk fyrir pælingarnar.

Ég held að þú þurfir ekki að hafa miklar áhyggjur því þú (að eigin sögn) elskar foreldra þína. Það er alveg eðlilegt að verða fyrir áhrifum eftir að hafa horft á kvikmyndir. Ef þessar hugsanir sækja eitthvað frekar á þig þá myndi ég mæla með einhvers konar ráðgjöf. En mér heyrist að þetta hafi meira verið svona augnbliks „hvað ef“ hugsun. Ef svona myndir eru að hafa slæm áhrif á líðan þína þá myndi ég mæla með að slaka á áhorfinu og finna eitthvað sem þú höndlar betur.

Gangi þér vel og endilega sendu aftur línu ef þetta er enn að valda þér hugarangri.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar