Ég fæ stundum verki í vinstra eistað og veit ég ekkert af hverju

245

Halló…. ég fæ stundum verki í vinstra eistað og veit ég ekkert afhverju. Þegar ég fæ þetta er verkurinn stöðugur og sársökin leiðir upp og þegar ég snerti á mér eistað þá verður verkurinn miklu verri. Mér dettur ekkert í hug hvað þetta getur verið því ég hef ekki stundað kynlíf og sef oftast nakin svo ég held að það er ekki mikil hætta að sveppasýging er á ferð og það eru engin útbrot sjáanleg svo mér dettur ekkert í hug og leita ég til ráða til þín í vonum að ég ég geti gert eitthvað án þess að fara til læknis.

Þú verður að panta þér tíma hjá lækni til að fá greiningu á því afhverju þessi verkur stafar.  Verkur í eista er ekki endilega neitt alvarlegt en þú verður að komast að því hvað þetta er til að koma í veg fyrir að afleiðingarnar verði verri eða alvarlegar.  Þetta er ekkert til að skammast sín fyrir. Þú skalt panta þér tíma hjá lækni á heilsugæslunni sem allra fyrst.  Best ef þú getur rætt þetta við foreldra en ef þú treystir þér ekki til þess þá getur þú pantað þér sjálfur tíma hjá lækni. 

Því miður á ég ekki önnur ráð fyrir þig en ítreka að þú skalt ekki bíða með að panta tíma.  Þetta gæti verið eitthvað sem hefur slæmar afleiðingar fyrir þig ef þú bíður með að láta tékka á.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar