Hæ hæ
Ég var að spá, ég átti að byrja á næsta pilluspjaldi seinasta laugardag en þá fattaði ég að ég átti ekkert spjald, og pantaði það en gat ekki náð í það fyrir laugardaginn. Skiptir einhverju máli hvort ég byrja t.d. á nýju pilluspjaldi núna á morgun eftir þessa pillupásu eða?
Kær kveðja
Hæ
Ef þú byrjar of seint á spjaldinu þá er það sama regla og ef þú gleymir pillu. Þú þarft s.s. að nota aðra getnaðarvörn þennan mánuð og getur ekki treyst fullkomlega á pilluna. Þannig að þú ræður hvort þú sleppir pillunni í mánuð, notar smokkinn og byrjar svo að taka næsta spjald á fyrsta degi blæðinga. Eða hvort þú tekur strax, notar samt smokkinn, og tekur pilluna áfram.
Bestu kveðjur.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?