Ég gat ekki sótt pilluspjaldið á réttum tíma, er í lagi að byrja aðeins seinna eftir pillupásu?

309

Hæ hæ
Ég var að spá, ég átti að byrja á næsta pilluspjaldi seinasta laugardag en þá fattaði ég að ég átti ekkert spjald, og pantaði það en gat ekki náð í það fyrir laugardaginn. Skiptir einhverju máli hvort ég byrja t.d. á nýju pilluspjaldi núna á morgun eftir þessa pillupásu eða?

Kær kveðja

Ef þú byrjar of seint á spjaldinu þá er það sama regla og ef þú gleymir pillu.  Þú þarft s.s. að nota aðra getnaðarvörn þennan mánuð og getur ekki treyst fullkomlega á pilluna.  Þannig að þú ræður hvort þú sleppir pillunni í mánuð, notar smokkinn og byrjar svo að taka næsta spjald á fyrsta degi blæðinga.  Eða hvort þú tekur strax, notar samt smokkinn, og tekur pilluna áfram. 

Bestu kveðjur.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar