Ég hætti á hormónasprautunni en hef ekki byrjað á túr, hvað gæti verið að?

243

Sæl, ég var á sprautunni og var búin að vera á henni í heilt ár, var hætt á blæðingum og allt gekk eins og í sögu. núna fyrir tvem mánuðum hætti ég á henni og hef verið að bíða spennt eftir að byrja á túr. ég hef notað smokkinn síðan ég hætti og hef ekki í hyggju að verða ólétt. en enn bólar ekkert á túrnum þrátt fyrir túrverki og fyrir ca. 3 dögum síðan fóru geirvörturnar að vera alltaf harðar og aumar viðkomu. hvað er í gangi? er ég bara að byrja á túr? eða gæti verið að ég sé ólétt?

Ef þú hefur verið að stunda kynlíf þá er alltaf smá möguleiki á óléttu þrátt fyrir smokkinn.  Mjög litlar líkur þó ef hann hefur verið notaður rétt og verið á allan tímann.  Það er séns að þetta séu merki um að blæðingar séu að fara í gang.  Ef blæðingar koma ekki næstu daga þá skaltu taka þungunarpróf til að vera viss.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar