Ég hef aldrei verið á reglulegum blæðingum og hef áhyggjur.

189

Ég hef ekki verið á reglulegum blæðingum síðan ég fékk þær alveg fyrst um 13 ára og núna er ég að verða 18.

það kemur kannski 2 á ári og það er ekki einu sinni nóg til þess að ég þurfi að nota dömubindi eða neitt svoleiðis. kannski bara smá blóð í pappírinn og svo ekki neitt meira.

Ég er með miklar áhyggjur af þessu. Ég er ekki náin móðir minni eða neinum og vil ekki segja neinum frá þessu. Ég hef ekki leitað til læknis þvi að ég fer alltaf með móðir minni þangað og hun veit ekki af þessu. ég mun ekki segja móðir minni vegna þess við erum ekki það náin og fjölskylda og vinir tala ekki um svona hluti.

Getur þú hjálpað mér með þetta,? Takk fyrir 😀

Hæhæ

Þú getur vel pantað þér tíma hjá lækni eða hjúkrunarfræðingi á heilsugæslunni án þess að hafa foreldra með í málum.  Þú átt rétt á trúnaði þar. Og þegar þú verður 18 ára þá er öll læknisþjónusta og meðferð í þínum höndum og heilbrigðisstarfsfólk má ekki brjóta þann trúnað.

Ég myndi ráðleggja þér að panta tíma á heilsugæslunni í þínu hverfi eða, ef þú átt efni á því, panta tíma hjá kvensjúkdómalækni. Það er aðeins dýrara en kvensjúkdómalæknar eru sérfræðingar í þessum málum og best væri að fá góða skoðun til að vita að allt sé í lagi eins og leg og eggjastokkar og líkleg þarf að skoða hormónastarfsemina. Það er margt sem getur verið að hafa áhrif á þetta hjá þér þó það sé ólíklegt að það nokkuð hættulegt þá er betra að vita hvað það er til að passa upp á heilsuna og frjósemina.  Pantaðu þér endilega tíma sem fyrst svo þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af þessu lengur. 

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar