Eg held ég eigi við klámfíkn að stríða

1453

Eg held ég eigi við klámfíkn að stríða, hvað get eg gert sem krefst ekki kostnaðarsamra tíma hjá sálfræðingi eða annað slíkt?

Það er erfitt að losna við fíkn, hvort sem það er fíkn í mat, áfengi, klám eða annað.    Best er að skoða vel ástæður þess að þú hefur leitað svo mikið í klám að það sé orðið að fíkn í þínu lífi.  Þú getur lesið þér til (t.d. The Porn Trap) og skoðað hvaða á við þig.  Það eru til margar leiðir til að brjóta upp venjur en það er mjög persónubundið hvað virkar.

Það eru til stuðningshópar fyrir ástar- og kynlífsfíkla, það gæti átt við þig einnig, sjá; http://www.slaa.is/  Þú gætir prufað fund til að sjá hvort það er eitthvað fyrir þig.

Einn eða fleiri tímar hjá sálfræðingi eru örugglega þess virði, ég skil að það er frekar dýrt en ég ráðlegg amk. að fá eitt viðtal til að fá hjálp til að meta stöðuna og fá ráðleggingar.

Ef þú ert í skóla þá gæti verið hjúkrunarfræðingur, námsráðgjafi eða aðrir stuðningsaðilar innan skólans sem þú gæti leitað til.

1717 er hjálparsími rauða krossins, þangað má alltaf hringja til að fá ráðleggingar og stuðning.

Ég vona að eitthvað af þessu hjálpi.  Velkomið að skrifa aftur ef þú vilt.

Gangi þér vel. 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar