Ég meiði mig þegar mér líður illa, er það sjálfsskaði?

247

Þegar mér líður illa lem ég sjálfan mig í magan og á lærin, er það sjálfsskaði? Ég veit ekki alveg af hverju ég geri það en ég held að það sé til þess að refsa sjálfum mér.

Já það er spurning.  Ef þú ert að meiða þig þá er það að vissu leiti sjálfskaði.  Finnst þér þú eiga það skilið að þú lemjir þig?  Og hvað þarf að refsa þér fyrir?  Ef þér finnst þú eiga refsingu skilið þá skaltu hugsa það vel og vandlega.  Hugsanir okkar eiga nefnilega til að segja ekki alveg satt frá, stundum verða til neikvæðar hugsanir um hvernig við erum eða erum ekki sem eiga ekki við rök að styðjast.  Þessar hugsanir geta tengst útlitinu eða getu í námi eða íþróttum til dæmis.  Spáðu vel í hugsunum og skrifaðu þær niður næst þegar þig langar að lemja í magann eða lærin á þér.  Spáðu í hvort þú eigir skilið að vera lamin, og ættu þá hinir sem eru eins og þú..eða líkjast þér.. líka skilið að vera lamdir í lærin? 

Þetta er bara pæling og þér er velkomið að skrifa aftur ef þú vilt spyrja betur út í eitthvað af þessu en ég ráðlegg þér að fá útrás á annan hátt en að lemja í þig.  T.d. skrifa niður og sjá hvað kemur út úr því.  Ef þú hefur áhyggjur af þessu og neikvæðum hugsunum þá er best að ræða það við einhvern, annað hvort heima eða ráðgjafa í skólanum, hjúkrunarfræðing, sálfræðing eða námsráðgjafa.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar