Ég og félagi minn rökuðum af okkur augabrúnirnar, hvað eru þær lengi að vaxa?
Hæhæ,
Það er mjög persónubundið hversu fljótt hárið á okkur vex. Samkvæmt þeim heimildum sem við fundum á veraldarvefnum þá ætti það að taka á bilinu 56 til 73 daga að fá þær til að vaxa aftur.
Svo engar áhyggjur, þið félagi þinn ættuð að vera komnir með augabrúnirnar ykkar aftur eftir um 2 mánuði.
Bestu kveðjur til ykkar,
Tótal
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?