Ég og félagi minn rökuðum af okkur augabrúnirnar, hvað eru þær lengi að vaxa?

380

Ég og félagi minn rökuðum af okkur augabrúnirnar, hvað eru þær lengi að vaxa?

Hæhæ,

Það er mjög persónubundið hversu fljótt hárið á okkur vex. Samkvæmt þeim heimildum sem við fundum á veraldarvefnum þá ætti það að taka á bilinu 56 til 73 daga að fá þær til að vaxa aftur.

Svo engar áhyggjur, þið félagi þinn ættuð að vera komnir með augabrúnirnar ykkar aftur eftir um 2 mánuði.

Bestu kveðjur til ykkar,

Tótal


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar