Sæl.
Eg var á hormóna sprautunni og hætti á henni í desember, svo það eru liðnir 2 mánuðir síðan ég hefði átt að fá næstu sprautu. í u.þ.b. 2 vikur hef ég verið mjög aum í geirvörtunum og brjóstunum, og geirvörturnar á mér eru alltaf harðar. einnig hef ég verið með túrverki en byrja samt ekki á túr.
Það er aðallega brjóstin sem eru að fara með mig.
Vitið þið afhverju þetta er?
Bestu kveðjur.
Hæ
Ef það er séns á óléttu þá myndi ég athuga það sem allra fyrst. Taka þungunarpróf. Þessi einkenni sem þú nefnir, engar blæðingar og aum brjóst, geta átt við óléttu.
Annars gæti þetta verið vegna þess að nú finnur þú fyrir þínum náttúrulegu hormónasveiflum og þá geta brjóstin orðið aum. Meðan þú varst á sprautunni þá yfirgnæfa þau hormón þín eigin og því finnur þú ekki eins mikið fyrir eðlilegum hormónasveiflum líkamans yfir tíðarhringinn. Líklegast ferð þú að byrja á túr næstu daga. Ef þetta heldur svona áfram í 2-3 vikur í viðbót og blæðingar koma ekki þá ráðlegg ég þér að tala við heimilislækninn þinn eða kvensjúkdómalækni.
Bestu kveðjur
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?