Ef ég vil fara í fóstureyðingu, en hann vill það ekki. Þótt hann sé búinn að beita mig líkamlegt ofbeldi. Og hann segir að ég hef ekki val um það að eyða því, því þetta er líka hans. (er farin frá honum) hvaða réttindi hef ég?
Hæ
Þú hefur rétt á því að fara í fóstureyðingu ef þú vilt. Þú þarft ekki samþykki barnsföður til þess. Þú getur pantað viðtal hjá félagsráðgjafa á kvennadeild Landspítalans. Þar getur þú fengið allar upplýsingar um þinn rétt og hvernig fóstureyðing fer fram. Ef þú ert að íhuga fóstureyðingu þá er best að hafa samband við ráðgjafa sem allra fyrst. Síminn er 543-3600 þú gætir þurft að leggja inn skilaboð á símsvara ef þú nærð ekki sambandi. Það er fullum trúnaði heitið svo þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Hér eru frekari upplýsingar:
http://www.landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/klinisk-svid-og-deildi…
Þú velur það sem er rétt fyrir þig og þína framtíð. Ég vona þú pantir þér viðtalstíma hvað sem þú velur að gera í framhaldi af því. Einnig vil ég benda þér á Kvennaathvarfið þar er hægt að fá viðtal í síma 561-1205. Sérð meira um það hér: http://www.kvennaathvarf.is/
Bæði viðtal við ráðgjafa kvennadeildar sem og fóstureyðingin eru ókeypis. Einnig er ráðgjöf í kvennaathvarfinu ókeypis.
Það er svo gott að fá að ræða málin, þú þarft ekki að gefa upp nafn frekar en þú vilt. Bara fá að tala hreint út um það sem hefur verið í gangi og hvernig þér líður. Það er gott að heyra að þú sért laus úr ofbeldissambandinu. Nú skalt þú velja fyrir sjálfa þig, hlúa að þér og vinna úr málunum til að byggja þig upp fyrir framtíðina.
Hlýjar kveðjur til þín og gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?