Eiga allir launþegar rétt á að fara til sjúkraþjálfara á vinnutíma?

631

Hæhæ, ég var að velta fyrir mér hvort allir launþegar ættu rétt á að fara í sjúkraþjálfun á vinnutíma?

Hæ hæ

Kjarasamningar eru mismunandi og því er eina vitið að leita til þíns stéttarfélags til að fá úr því skorið hvort það sé í honum ákvæði um það að geta skotist til sjúkraþjálfara á vinnutíma. Ég efast um að það sé í öllum kjarasamningum svo endilega skoðaðu þinn rétt með aðstoð stéttarfélagsins. Þau eru til þess að aðstoða við svona mál og ekkert mál að fá svör frá þeim.

Gangi þér vel


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar