Hæ Hæ, ég er 22ára kvk.
Ég og kærastinn minn byrjuðum fyrir mánuði að reyna að verða ólétt, (við erum á mjög góðum stað fjárhagslega,vinnutengt og í sambandinu)
Spurninginn mín er hvort það sé eitthvað sem ég get gert til að auka líkur á að verða ólétt,? Ég hef alveg farið til kvennsa og hann sagt alltaf eftir venjulega skoðun að ég væri mjög frjó. En er eitthvað meira extreme hægt að gera til að komast að því?
Og hvort ég þurfi að fara í frjosemispróf hjá kvennsjukdomalækni ?
Hvort kærastinn þurfi að fara í tjékk?
Hvort ég þurfi frjosemislyf?
Við bæði reykjum ekki og drekkum ekki.
Og ég fæ mér ekki mikið koffín.
Takk fyrir og hlakka til að heyra í ykkur.
Sæl og takk kærlega fyrir að hafa samband.
Það er fallegt að heyra hvað þið takið þessu alvarlega og gefur það góðar vísbendingar um hvernig þið munið koma til með að tækla foreldrahlutverkið þegar að því kemur.
Það getur verið erfitt að segja hvernig er best að bera sig að í ykkar aðstæðum. Eftir stutt samtal við heilbrigðisstarfsmann fengum við þær upplýsingar að það er oftast ekki fyrr en eftir 2 ár af mislukkuðum tilraunum sem gripið er til aðgerða eins og t.d. ávísun frjósemislyfja.
Gott getur verið að reyna að halda utan um tíðarhringinn til að vita hvenær egglos á sér stað og eru til egglospróf í öllum apótekum, sem virka eins og þungunarpróf, til að hjálpa með það. Að reyna að þannig að stunda samfarir þegar egglos á sér stað.
Ef kvensjúkdómalæknirinn segir að þú eigir ekki í vandræðum með frjósemi þá er það líklegast rétt. Þó svo að egglos sé í gangi og þið stundið samfarir eru aðeins 25% líkur á getnaði. Heilbrigt mataræði, vítamíninntaka og hreyfing getur hjálpað.
Annars held ég að þið séuð að fara rétt að þessu.
Inni á Áttavitanum má finna mikið af greinum tengdum óléttu og barneignum sem ykkur gæti þótt áhugavert að kíkja á.
Kær kveðja,
Áttavitinn Ráðgjöf
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?