Eins og húðin hafi bólgnað og það hafi teygst á henni eftir sjálfsfróun

110

Þegar ég var 13 ára var ég skrítinn krakki og ég reyndi að fróa mér þannig ég nuddaði snípinn geðveikt mikið. Seinna fattaði ég það að húðin hafi bólgnað upp og ég hugsaði „þetta verður farið á morgun“ en enn þann dag í dag, 3 árum seinna er ég enþá með þetta. Það er eins og húðin hafi bólgnað og það hafi teygst á henni að eilífu. Ég er rosalega hrædd um að sýna líkama minn út af þessu og ég sé eftir að hafa gert þetta á hverjum degi. Er einhver lausn til að ég geti verið með eðlilega píku?

Það er erfitt að átta sig á hvað gæti hafa gerst þarna, eða hvort nokkuð gerðist.  Ertu viss um að píkan þín sé ekki bara í fínu lagi eins og hún er?  Ef þú hefur áhyggjur af þessu og þú ert að forðast að njóta líkamans út af einhverju sem þú telur að sé ekki eins og á að vera þá ráðlegg ég þér að fá tíma hjá kvensjúkdómalækni og úr því skorið hvort allt sé ok.  Þú getur pantað sjálf hjá hvaða kvensjúkómalækni sem er og átt rétt á trúnaði. Endielga gerðu það sem fyrst og ekki eyða meiri tíma í að hafa áhyggjur.

Gangi þér vel. 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar