Ekki byrjuð á blæðingum en með vökvakennda útferð.

326

Hæ, ég er 13 ára stelpa og ég er búin að fá útferð í einhverja mánuði en er ekki byrjuð á blæðingum. Málið er að venjulega fæ ég bara svona vökvakennda útferð, en um daginn fékk ég rosalega þykka, minnti á hor.
Er þetta eðlilegt???

Já það getur verið alveg eðlilegt.   Útferðin getur verið allskonar.  En ef þig klæjar, verður vont að pissa eða það kemur vond lykt af útferðinni þá þarf að skoða það.  En þykk eða þunn, glær eða gulleit er í fínu lagi.  Þessar breytingar benda líklega bara til að blæðingar fara að koma þá og þegar.

Bestu kveðjur.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar