Ekki farið á túr síðan í febrúar

349

Hæ eg er 16 ára og var að spá hvort það se eðlilegt að eg se ekki buin að fara a túr síðan í febrúar? Ég byrjaði á túr 13 ára held ég og hef aldrei verið á reglulegum blæðingum. Stundum liður einn mánuður en oftast liða nokkrir mánuðir en var bara að byrja að spá í þessu nuna, þetta er ekki í fyrsta skiptið sem það liður svona langt. Er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af? Fyrirfram þakkir!:)

Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af, hormónin þín eru líklega ekki komin í jafnvægi ennþá.  Sumar konur fá aldrei reglulegar blæðingar þó að allt sé í fína.  Þú skalt þó fylgjast með hve langt líður og einnig ef þú færð einkenni eins og eymsli í brjóstum, mikla túrverki, breytingar á húð eða skapi eða önnur einkenni sem gætu tengst hormónastarfseminni þinni.  Ef blæðingarnar koma ekki næstu 2-3 mánuði þá væri gott að panta viðtal hjá lækni á heilsugæslunni eða hjá kvensjúkdómalækni og ræða málin.  Það er gott að útiloka að nokkuð sé að sem er að valda því að blæðingarnar stoppa.  Það er margt sem getur haft áhrif; lyf, kvíði, álag og einnig ef þú ert mjög grönn þá getur það haft áhrif á hormónastarfsemina.  Þetta eru allt atriði sem þú getur haft í huga og rætt við lækni ef þú telur að eitthvað þessara atriða gæti verið orsökin fyrir blæðingastoppi í þínu tilfelli.

Ég vil taka það fram að ef það er einhver séns á óléttu, ef þú hefur haft samfarir þá ættir þú að sjálfsögðu að taka þungunarpróf fyrst og fremst til að ganga úr skugga um hvort það sé orsökin.

Gangi þér vel. 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar