Ég ömurlega fjölskyldu. Foreldrar mínir eru greinilega þannig að þeir eiga uppáhalds barn sem er systir mín. Hún má allt, ef hún fær 7 eða eitthvað svoleiðis á prófum þá er það í fínu lagi því hún er að reyna sitt besta. Ef ég fæ undir 9 á prófi er ég ekki að standa mig. Hún má vaða í mína persónulegu hluti og það er í fínu lagi en ef ég myndi gera það hjá henni yrði mér hent að heiman. Hún má trufla mig á klósettinu og ég verð að fara út þegar hún þarf að punta sig eða eitthvað, en þegar ég banka og rek á eftir henni því ég er að pissa á mig (hún kannski búin að vera inni í 20min) þá er öskrað á mig og ég kölluð sjálfselsk og frek. Hún má alltaf tala um mig, og oft er það ekkert fallegt, en ef ég svo lítið sem segi nafnið hennar er mér refsað. Hún er að verða 16 ára og pissar en þá á sig í tíma og ótima og foreldrar mínir gera ekkert í því. Þegar ég var 12 ára eitt sinn alvarlega veik og það kom bara pínu í buxunar og ég var húðskömmuð. Hún má leggja hendur á mig hvenær sem hún vill og þeim er nákvæmlega sama. Hún kallar mig illum nöfnum og má það.
Mér finnst eins og ég sé að verða fyrir einelti. Er þetta eðlilegt? Er samt orðin fullorðin þannig ég get svo sem farið en mér langar bara vita hvort þetta sé eðlilegt.
Hæ
Nei veistu, þetta er auðvitað ekki eðlilegt en samt er þetta heldur ekkert óalgengt. Stundum er þetta líka spurning um upplifun, þ.e.a.s. að við upplifum hlutina á mismunandi hátt. Þannig gæti systir þín og foreldrar þínir ekki einu sinni tekið eftir því sem þau eru að gera og hvernig þér líður með þetta allt saman. Það sem við viljum auðvitað mæla með að þú gerir er að taka rólegt spjall við foreldra þína og segja þeim hvernig þetta lætur þér líða. Það er þó mikilvægt að þú verðir ekki æst sem getur auðvitað alltaf gerst þegar miklar tilfinningar eru til staðar. Það væri því frábært að bija þau um að setjast niður á fyrirfram ákveðnum tíma og ræða þessi mál í einlægni og skýra þína upplifun af þessu öllu saman og hvernig þér líur með það.
Þú getur líka alltaf talað við einhvern í skólanum þínum eða heilsugæslunni ef þetta er farið að hafa áhrif á þig og truflar. Ekki hika við að ræða þessi mál því eins við segjum þá er alveg óvíst hvort fjölskyldan þín sé nokkuð að fatta hvað Þau eru að gera og hvernig þú upplifir þetta.
Gangi þér rosa vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?