Ég er ss. að flytja núna seinna í júni til Japan og mun vera þar í 1 ár og jafnvel lengur, en ég finn engar upplýsingar á netinu um hvað ég þarf t.d. að gera hér á landi. þ.e.a.s. hvort ég haldi lögheimili hér o.f.l.
Hæ og takk fyrir að hafa samband.
Hjá Þjóðskrá er hægt að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar er varða flutninga erlendis.
Þú heldur þínu lögheimili hérlendis, ef þú ert í eigin húsnæði og leigir það út eða ferð úr leiguhúsnæði er hægt að flytja lögheimili til foreldra, vina, etc. svo pósturinn þinn (ef einhver) komist til þín á endanum.
Hér eru nokkrar praktískar upplýsingar:
Dvalarleyfi
Fyrir þá sem hyggjast dvelja meira en tvo mánuði í Japan er nauðsynlegt að sækja um dvalarleyfi. Þá þarf vottorð um skólavist og fjárhagsvottorð. Rétt er að fara að huga að umsókn um dvalarleyfi a.m.k. þremur mánuðum fyrir brottför. Hafið samband við sendiráðið.
Húsnæði
Flytji námsmaður ekki lögheimili sitt heldur hann tryggingu sinni hjá Sjúkratryggingum Íslands. Þetta gildir einnig um fjölskyldumeðlimi sem fara með námsmanninum til námslandsins. Hægt er að fá vottorð hjá stofnuninni sem staðfestir þetta. Læknisþjónusta er góð og er að stærstum hluta greidd niður af tryggingum sem fólk verður að kaupa, en þær eru ekki mjög dýrar.
Ef það er eitthvað fleira sem þú þarft að vita er hægt að heyra í japanska sendiráðinu í síma 510-8600.
Gangi þér vel.
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?