Hæhæ, ég er að velta þvi fyrir mér hvort það sé algengt að stelpur fái ekki fullnægingu í kynlífi?? Ég er í sambandi nuna og hann er oftast fljótur að fá það en ég fæ það ekki.
Var líka að velta þvi fyrir mer hvort það se algengt að strákar séu oft fljótir að fá það?
Sæl,
Það er mjög algengt að strákar fái það of fljótt og geta ástæður verið margvíslegar. Stress, aðstæður og jafnvel reynsluleysi í kynlífi geta verið valdur að þessu. Það er hægt að prófa æfingar til að seinka sáðlátinu, sem sagt fróa sér þar til þú ert kominn að því að fá það og stoppa þá, róast og byrja svo aftur. Þetta hefur hjálpað. Það er gott ef þið gætuð rætt þess mál og þú gætir hjálpað honum að slaka á. Passaðu samt að setja ekki of mikla pressu á hann.
Fullnæging kvenna er mjög persónubundin og maður verður að taka tillit til þess hvað hentar hverjum og einum. Það er gríðarleg pressa hjá pörum að fá fullnægingu bæði við samfarir, en samkvæmt rannsóknum hefur komið í ljós að 25% kvenna sem fá fullnægingu yfirhöfuð, fá það við samfarir.
Ræðið málin, skapið þægilegar aðstæður og njótið hvers annars.
Hér er grein frá 2016 um ótímabær sáðlát http://www.attavitinn.is/heilsa-kynlif/ad-sofa-hja/otimabaert-sadlat
og grein um fullnægingar https://attavitinn.is/heilsa-kynlif/ad-sofa-hja/hvad-er-fullnaeging
Gangi ykkur vel!
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?