Er allt í lagi að sofa hjá 13- 14 ára?

382

Hæ, ég er 13 ára gömul ( 2003), er allt í lagi að sofa hjá 13- 14 ára? ég meina er það nokkuð eitthvað smekklaust?

Ef þú telur að þú sért tilbúin til að stunda kynlíf þá er það bara þannig.  13 ára er fremur ungur aldur til að byrja og vona ég að þú kynnir þér málið vel.  Hugsir þig vel um hvort þú sért til í að hafa samfarir eða hvort þú ert meira til í að kela og kynnast sjáfri þér og þeim sem þig langar að vera með betur.  Fyrsta skiptið er bara eitt einasta skipti.  Það ert þú sem stjórnar og segir til um hvað má og ekki má með þinn líkama.  Ekki hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst, ef þér finnst þetta rétt fyrir þig þá þarftu ekki að skammast þín eða hafa áhyggjur af því að eitthvað sé smekklaust.  Þú stendur með sjálfri þér í þínum ákvörðunum.  Passaðu þig bara að hafa tekið upplýsta ákvörðun, kanna málið, skoða hvað þú ert til í og með hverjum.  Það er margt annað hægt að gera þó þú bíðir með samfarir þar til síðar, þú þarft að vera tilbúin í þá ábyrgð sem fylgir með.  Sem sagt getnaðarvarnir og varnir við kynsjúkdómum, eiga og vera tilbúin að nota smokkinn.  Ræða þessi mál helst við foreldri eða annan fullorðinn sem þú treystir.

Gangi þér ofsa vel og farðu vel með þig, þú ert eina eintakið.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar