Er búin að vera mjög óreglulega á túr

255

Er buin að vera mjög óreglulega a túr i langan tima , vil helst eiki fara til læknis með þetta , hvað gæti þetta verið ?
Og er i lagi að byrja a pilluni þótt maður se ekki a túr ??

Það er mikilvægt að fylgja vel leiðbeiningum á pillunni og flestar tegundir eru þannig að það á að byrja að taka hana á fyrsta degi blæðinga.  Ef þú ert óviss með hvenær þær byrja þá er best hjá þér að eiga pilluna til að gera tekið hana næst þegar þú byrjar.  Þú þarft að tala við lækni til að fá pilluna og því fínt að ræða við hann/hana um óreglulegar blæðingar í leiðinni.

Sumar konur eru alltaf með óreglulegar blæðingar án þess að nokkuð sé að en kjósa að fara á pilluna til að koma reglu á tíðarhringinn.  Það er margt sem getur haft áhrif á blæðingarnar, t.d. megrun, stress, lyf, kynsjúkdómar og ólétta.  Þú ættir að ræða þetta við lækninn þinn og spá í hvort að þú sért tilbúin að byrja á pillunni og ræða hvaða tegund myndi þá henta þér best.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar