Er eðlilegt að æla þegar maður er í astmakasti? Ældi í dag lifrum og lungum í astmakasti, það er bókstaflega ekkert eftir í líkamanum. Er ný greind með astma svo ég þekki þetta ekki alveg.
Takk takk
Hæ
Já því miður þá getur það gerst við sæmt asthmakast. Það getur vakið þessi viðbrögð í hálsinum að einstaklingu kastar upp. Þetta getur líka gerst við slæmt hóstakast. Þú skalt ekki hafa áhyggjur af því, það er ekki hættulegt bara mjög óþægilegt. Ég vona þú sért komin á lyfjameðferð við asthmanum sem að virkar vel fyrir þig, það ætti að koma í veg fyrir þessi slæmu köst.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?