Hæ, eg er 15 ára strakur og er buinn að vera i sambandi i 10 manuði, bið byrjuðum að stunda kynlíf fyrir 7 mánuðum og eg hef alltaf verið mjög fljótur að fá það en eg heyri suma vini mina tala um svona 15-20 mínútur, eg endist ekki lengi og var að velta þvi fyrir mer hvort það væri eðlilegt og hvort það lagist með tímanum?
Það er algjörlega eðlilegt að endast ekki lengi amk. svona fyrst um sinn. Þessvegna er mikilvægt að hafa forleikinn lengri svo það sé líklegra að kærastan fái fullnægingu líka. Margir hafa það þannig að stelpurnar fái fullnægingu fyrst eða séu alveg komnar að því að fá það áður en samfarir fara í gang því að oftast taka þær ekki langan tíma…þeas. samfarirnar. Algengur tími á samförunum sjálfum er 5-10 mínutur…en með forleik er þetta oft 15-20 mínútur. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af því þó að þú fáir það fljótt, það mun lagast. Hafðu bara í huga að bæta við forleikinn í staðinn og það eru gæðin sem skipta meira máli heldur en hve lengi er verið að.
Bestu kveðjur.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?