Er eðlilegt að fá svona litlar húðlitaðar bólur samt ekki bólur á kynfærin og við legganga opið? Hef smá áhyggjur af þessu útaf það er eins og það stækki smá með tímanum..
Það er best að fá úr því skorið hvað þessi útbrot eru ef þau eru að aukast eða stækka. Það er eðlilegt að fá litlar bólur við kynfærin, oft eru það innróin hár eða annað hættulaust og eðlilegt. Ef þú hefur stundað kynlíf þá ættir þú að láta athuga þetta sem fyrst hjá göngudeild húð- og kynsjúkdóma eða hjá kvensjúkdómalækni. Möguleiki að þetta gætu verið kynfæravörtur.
Ég ráðlegg þér að panta þér tíma til öryggis þó það sé líklegt að þetta sé í fínu lagi. Betra að vera viss.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?