Hæhæ, ég er 16 ára strákur.
Ég er í raun með tvær spurningar, er eðlilegt að fýla anime klám eða er það bara fyrir einhverja furðufugla?
Ég var að stunda sjálfsfróun í vikunni og lenti í því óheppilega atviki að sæðið fór óvart uppí mig, er það alveg skaðlaust fyrir stráka að kingja sínu eigin sæði.
Með bestu kveðju
Anime kallinn
Hæ
Það er vonlaust að dæma hvað er eðlilegt og ekki eðlilegt í kynlífi. Svo fremi sem að enginn er neyddur til að gera eitthvað gegn vilja, hefur ekki þroska til að velja og láta vita (s.s. börn og dýr) eða meiðist þá er þetta allt í fína lagi. Þannig að anime klám er alveg í lagi svo fremi sem það sýnir kynlíf fullorðinna einstaklinga sem vilja vera saman og gera það sem þau eru að gera.
Það er ekkert hættulegt eða heilsuspillandi að fá eigið sæði upp í sig og kyngja. Þarft ekki að hafa áhyggjur af því.
Tótalkveðjur.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?